Umsagnir

 

Börn og unglingar

skagafjordurLífsháttakönnunin sem lögð var fyrir 8., 9. og 10. bekki í apríl/maí 2013 í öllum skólum í Skagafirði.

Alls svöruðu 175, þar af 114 úr Árskóla , 32 úr Varmahlíðarskóla og 22 frá Hofsósi.

Spurt var hvað krakkarnir teldu að hefði mest áhrif hjá þeim í forvörnum.

Til lukku – Marita í fyrsta sæti enn og aftur!

Kveðjur, María Björk Ingvadóttir

 

Framhaldsskólar

Niðurstöður spurningalista sem lagður var fyrir nemendur ónefnds framhaldsskóla um fræðslufyrirlesturinn "Satt eða logið um kannabis".

framhaldsskolisvor1

Kennari spurði bekkinn sinn um fræðsluna og fékk þessa punkta:

 

Umsögn frá kennara

Ég kom inn þegar korter var liðið af fyrirlestrinum en eftir það fannst mér hann frábær eins og Magnús er alltaf. Fyrirlesturinn snérist algjörlega um það sem hafði verið talað um að fara í og var mjög vel skipulagður og undirbúinn. Magnús hélt athygli allra nemenda allan tímann og tókst held ég að sýna fram á hvað það er mikið "plat" og markaðssetning í kringum efnin sem verið er að rækta án þess að vera með áróður. Þ.e. það er verið að blekkja fólk og segja ekki allan sannleikann án þess að gera lítið úr þeim sem hafa trúað því að Kannabis sé hættulaust. Honum tókst að fá nemendur til að hugsa. 

Að mínu mati frábær fyrirlestur sem náði til nemenda á þeirra plani. 

 

Foreldrafræðsla

 

Sæll Magnús

Ég sat foreldra-fyrirlesturinn á xxxxxxx. Ég er ekki foreldri en ég er kennari og hef mætt undanfarin þrjú skipti sem þú hefur komið hingað til xxxxxxx. Ég var mjög ánægð með þennan fyrirlestur. Mér fannst þú hafa breytt honum töluvert frá því ég hlustaði síðast og það voru mjög góðar breytingar.

Það sem ég var ánægðust með var upphafið, umræðan um tengslin milli foreldra og barna. Hvað þau skipta miklu máli því þetta er það sem við höfum mikið verið að glíma við hér á xxxxxxx. Börnum sem líður illa því að foreldrarnir hafa ekki tíma eða já, nenna ekki að sinna þeim. Svo á sálfræðingurinn eða skólinn að bjarga þessum greyjum sem ekki velja sér foreldra.

Og við erum mjög „græn“ gagnvart þessu, hvað varðar kannabisefni og eiginlega öllu sem viðkemur eiturlyfjum. Við fullorðna fólkið hér á xxxxxxx. En ég hef alveg heyrt um að þetta sé í gangi hér eins og á öðrum stöðum.

Fræðslan um efnin sem eru í kannabis var mjög góð sömuleiðis. Og að flétta svona inn í þetta viðtöl við krakka sem hafa ánetjast kannabisefnum er mjög gott og þú nærð alveg að halda athygli fólks í svona langan tíma. Ég held að fólk hefði alveg verið til í að sitja lengur, þó að bekkirnir séu þetta óþægilegir.

Það er ekkert sem ég sé að hefði mátt gera betur...hinn fullkomni fyrirlestur.

Og svo hitti ég nokkra nemendur 10. bekkjar áðan og þau sögðu sömu söguna, mjög skemmtilegt (af því að hann er svo fyndinn sögðu þau) og fræðandi. Einn besti svona fyrirlestur sem við höfum fengið sagði ein stelpan.

Kveðja

 

Umsagnir sendar ABC frá foreldrum eftir 5. bekkjar fræðslu

 

Vinnustaðir og stofnanir

Guðrún Frímannsdóttir

Félagsmálastjóri Fljótsdalshéraðs

"Það er hiklaust hægt að mæla með námskeiði Magnúsar Stefánssonar, „Að vera sjáandi“.  Þar fer hann af faglegri þekkingu, með nærgætni og ákveðinni glettni yfir fjölmörg atriði sem bæði fagfólk og aðstandendur geta nýtt sér til þess að verða „betur sjáandi“ þegar neysla fíkniefna er orðin hluti af lífi einstaklinga.  Námskeiðið samanstóð af áhrifamiklum myndskeiðum, fyrirlestri og umræðum þar sem Magnús var lausnamiðaður í sínum svörum.  Hann kom með fjölmargar góðar ábendingar sem vafalaust eiga eftir að auka færni starfsmanna hjá Félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs og Heilsugæslu Austurlands, til þess að sjá einkenni fíkniefnaneyslu fyrr en áður var og þannig að koma fólki til hjálpar."

Egilsstaðir, janúar 2013

 

Anna Lára Guðfinnsdóttir

Deildarstjóri Akstursdeildar Strætó bs.

Við fengum Magnús hjá Marita til þess að kynna fyrir okkur „heim" fíkniefnanna með námskeiðinu „Að vera sjáandi". Hann fór yfir mörg atriði í fari, framkomu og útliti einstaklinga sem vert er að horfa eftir til þess að greina hvort einstaklingur sé undir áhrifum vímuefna, og sýndi okkur myndskeið með raundæmum því til stuðnings. Námskeiðið var mjög fróðlegt og algert „wake up call" um hversu algeng neysla vímuefna er í samfélaginu okkar. Námskeiðið á klárlega eftir að gangast okkur við störf okkar sem atvinnurekendur í mjög svo mikilvægu hlutverki sem Strætó sinnir í samfélaginu. Ég get hiklaust mælt með námskeiðinu og í rauninni ættu allir að sitja þetta námskeið, hvort sem þú ert atvinnurekandi, foreldri, vinur etc.

Reykjavík, maí 2014

 

Sæll Magnús

Að sjálfsögðu viljum við hjá (okkar fyrirtæki) styðja við bakið á því mikla og góða starfi sem þið eruð að vinna. Sjálfur hef ég tvívegis setið fyrirlestur hjá þér í x-skóla og dáðist mjög að því hversu vel þú náðir til krakkanna.

 

 

Úr ritgerð tveggja nemenda á Menntavísindasviði HI sem ákváðu að skrifa um Maritafræðsluna

Inngangur

Við ákváðum að skoða forvarnarfræðslu gegn vímuefnum og áfengisneyslu og hvernig hún er uppsett fyrir nemendur í grunnskólum og með áherslu á  Marita fræðsluna sem er í boði fyrir grunnskóla landsins að fá til sín. Einnig ætlum við að tala við starfsmann meðferðarheimilis fyrir ungar stúlkur og heyra frá honum um hvernig honum finnst að forvarnarfræðsla eigi að vera uppbyggð og hvort Marita fræðslan sé að hans mati áhrifarík leið í þessum annars mikilvæga málaflokki. Eins ætlum við að tala við nemanda í 8 bekk í grunnskóla sem farið hefur á Maritafræðslu. Við völdum okkur þennan málaflokk af því að við erum báðar foreldrar og þetta kemur öllum foreldrum við, og vildum við því kanna hvernig þessari fræðslu væri háttað og þar sem Marita fræðslan gengur mikið út á að sína videoverk þá fannst okkur tilvalið að skoða þetta og hvort að video hafi áhrifaríkari mátt en t.d. ef aðeins er verið að tala við krakkana.

Þegar við ræddum við 13 ára stúlkuna þá sagði hún okkur að sér hefði fundist fræðslan sem hún fékk frá þeim mjög góð. Fyrst í sjötta bekk þá var fræðslan með videoinu með Jónsa og hún hefði vel skilið hvað var verið að fara þegar talað var um að fá krakka til að sjá að heimur áfengis og fíkniefna er ekki áhugaverður og fyrir börn og unglinga sé það bara hættulegt að fara þá leið. Hún sagðist alveg vita hvað það getur verið erfitt að segja nei þegar vinirnir þrýsti á mann með að gera hluti sem hún kannski hefur ekki áhuga á, en eftir að hafa horft á þessa mynd hafi hún skilið betur að maður er bara sterkari manneskja ef maður segir nei, og standi með sinni ákvörðun. Árið á eftir eða í sjöunda bekk þá var myndin um Pál Óskar sýnd og eftir hana hafi hún tekið þá ákvörðun að segja nei við áfengi og fíkniefnum. Henni fannst flott að hafa vídeóin  og sagði að sér hefði fundist betra að horfa á þau og einbeita sér heldur en þegar Magnús var bara að tala eða sýna myndir. 

Þegar við ræddum svo við starfsmann meðferðarheimilisins sagði hann að eftir að hafa lesið sér til um Marita og velt þessu fyrir sér að þá sé hann almennt mjög ánægður með fræðsluna. En vill samt taka fram að hann hefur ekki séð videoverkin sem sýnd eru. Hann segir að það sé mjög mikilvægt að byrja nógu snemma að fræða þau eins og Marita er að gera.  Eins finnst honum flott hvernig ýmiskonar annarri fræðslu er fléttað með inn í eins og mikilvægi þess að borða hollt og sofa nóg, og hætturnar sem leynast á netinu. 

Karolína Árnadóttir

Helga Ósk Lúðvíksdóttir