Fræðsla fyrir foreldra

Að ala upp barn í breyttum heimi

Á undanförnum 5-10 árum hefur sá heimur sem börnin okkar eru að alast upp í, gjörbreyst.Foreldrar8910

Þetta þýðir að þær aðferðir og þau ráð sem uppalendur hafa verið að notast við í uppeldinu eru mörg hver úrelt og virka ekki lengur.

Maritafræðslan býður ykkur á fræðslustund í skólanum ykkar þar sem við munum skoða þessar breytingar saman og skoða hvað uppeldissérfræðingar eru að ráðleggja í uppeldismálum núna.

Fullorðnir fá einnig að sjá ágrip af þeirri fræðslu sem  unglingarnir fengu, sem gerir alla umræðu heima fyrir auðveldari.

Einnig verða sýnd helstu einkenni fíkniefnaneyslu og hvernig er best að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp.

Markmiðið er að kenna foreldrum að þekkja og greina einkenni vímugjafaneyslu - auka almenna þekkingu foreldra á þessum málaflokki.

Einnig fá foreldrar innsýn í þá fræðslu sem unglingar fá sem getur hjálpað þeim að opna umræðu um skaðsemi fíkniefnaneyslu heima fyrir.


Uppfræddir og meðvitaðir foreldrar eru besta forvörn sem völ er á og rannsóknir sýna að unglingar taka mark á því sem foreldrar þeirra segja um þessi mál sem og önnur.

Þess vegna er mikilvægt af foreldrar séu virkir í umræðunni og taki fullan þátt í að fræða unglingana sína.

Farið er yfir líkamleg, andleg og umhverfistengd einkenni vímugjafaneyslu.

Farið er yfir götunöfn á fíkniefnum.

cooltext1691476143cooltext1691477097

 

Staðsetning

Síðumúli 33

108 Reykjavík

S. 519 2424