5. bekkur og foreldrar saman

5. bekkur og foreldrar saman

Vertu þú sjálf/sjálfur

Fræðslufundirnir fara fram í grunnskóla á skólatíma og er um að ræða sameiginlega fundi fyrir foreldra og börn.

Forvarnarfulltrúi Marita mun ræða fyrst við hópana saman en skipta síðan upp í hópa, foreldra sér og svo börnin sér.

 

Nemendahlutinn:

  • Markmiðið með verkefninu fyrir nemendur í 5. bekk er að styrkja og efla börn í samvinnu við foreldra og skóla til að taka afstöðu með heilbrigðum lífsstíl og styrkja sjálfsmynd barna þannig að þau geti og kunni að standa á móti hugsanlegum þrýstingi á unglingsárum varðandi vímugjafa.
  • Að fá þau til að skilja mikilvægi þess að taka sjálf skýra afstöðu og hvernig sterk sjálfsmynd hefur áhrif og hvernig styrkja má sjálfsmyndina.
  • Einnig er farið inn á netnotkun og talað um af hverju ofbeldisleikir eru taldir óæskilegir fyrir börn (alla undir 18 ára)

Foreldrahlutinn:

  • Foreldrar verða fræddir um mikilvægi samstöðu á milli foreldra næstu 8 árin og um þær hættur sem geta leynst á þeim árum sem framundan eru.
  • Mikilvægi góðrar næringar, tölvunotkun, ofbeldi í tölvuleikjum, sjónvarpsþættir, Facebook o.fl.
  • Einnig verður farið yfir svokallað “Vinatré”.
  • Þetta er ný nálgun sem hvetur foreldra til samstöðu sín á milli.

Sjá umsagnir foreldra hér

 

cooltext1691476143cooltext1691477097

 

6. bekkur og foreldrar saman

Staðsetning

Síðumúli 33

108 Reykjavík

S. 519 2424